Illgresi
Skilgreining á illgresi getur maður sagt í víðustu merkingu þess orðs að sé hver sú planta sem maður vill ekki, eða óskar sér ekki að vaxi á ákveðnum stað. Oftast eru þetta plöntur sem eru duglegar að fjölga sér, ýmist með mikill fræframleiðslu eða með neðanjarðarrenglum, og eru þannig í samkeppni við ræktuðu plönturnar um næringu og vaxtarpláss.
Þannig má skipta illgresi í tvo meginflokka, það eru einært og fjölært illgresi. Flokkarnir hafa ólíka eiginleika og eftirfarandi skrif lýsa þeim nánar.