Hvers vegna að klippa
Tilgangurinn með klippingu er að fá sterkari, heilbrigðari, og meira aðlaðandi tré, en það getur að sjálfsögðu verið einstaklingsbundið hvað hverjum og einum finnst aðlaðandi.
Sumir kjósa að klippa allar plöntur í kúlur og einhverskonar form, en það er almennt á móti þeim klippingaraðferðum sem hérna verður lýst, þar sem fyrst og fremst er gengið út frá að hvert tré eða runnategund hafi sín eigin sérkenni í greinabyggingu, blómgunartíma og klipping skuli framkvæmd samkvæmt því