Barrtré
Það krefst nokkurrar þekkingar á hverri barrtegund fyrir sig til að framkvæma góða klippingu á þeim. Eiginleiki barrtrjáa er mjög mismunandi eftir tegundum til að mynda nýjar greinar frá „sofandi brumum“, þessi eiginleiki er miklu minni hjá barrtrjám en lauftrjám. Venjulega eru þau ekki klippt mikið.
Á barrtrjám sem hafa skulu frjálsan vöxt eru dauðar greinar fjarlægðar og stundum
óæskilegar greinar sem keppa við toppgreinina.
Furur
Furur hafa litla hæfileika til að mynda nýjar greinar eftir klippingu. Þess vegna ætti að hafa í huga að ef það þarf að klippa grein að þær séu ekki klipptar meira en það að eftir séu sjáanleg græn brum á greininni, sem hefir þá hugsanlega eiginleika til að vaxa fram. Til að fá þéttari furur þar að beita öðrum klippingaraðferðum.
Það er einna helst Fjallafura (Pinus mugo), eða Dvergfura (Pinus mugo mughus) sem reynt er að hafa áhrif á þéttleika með klippingu. Það ætti þá að byrja á því meðan plantan er tiltölulega ung. Það er þá framkvæmt um sumartímann þegar árssprotinn er vaxinn fram, og rétt um það leiti sem nálarnar byrja að rétta úr sér. Mjúki ársprotinn er klipptur að hluta niður t.d. til hálfs. Oftast er notast við fingurna til að klípa af sprotanum, til að forðast að skemma nýju nálarnar. Sá helmingur sem eftir er mun halda áfram að vaxa og í lok vaxtartímabilsins mun hann mynda ný brum við klippingarstaðinn. Þessi brum munu verða upphaf af nýjum greinakrans næsta árið, og furan mun verða þéttari en ella.
Grenitré
Grenitré fá að jafnaði að vaxa nokkuð frjálst, stundum er klippt af endasprotunum á þeim greinum sem standa lengst út. Sitkagreni sem er ein algengasta grenitegundin á Íslandi þolir þó nokkra klippingu og er stundum klippt í kúlur eða strýtur, eða önnur form þar sem þau verða mjög plássfrek með aldrinum. En slíka klippingu þarf þó að byrja meðan þau eru tiltölulega ung.
Það er hins vegar oft sem grenitrjám er plantað þétt í upphafi, það lítur líka oftast mjög vel út í byrjun fyrir augað, en tré sem verða stór þarf að grisja, með því ef til vil að fjarlægja lélegri tré smá saman. Ef það er ekki gert endar það oft með mörgum mjóum hálfberum trjám sem eru í endalausi baraáttu um birtu og næringu. Þetta gæti verið skynsamlegt að hugsa það sem margra ára verkefni og fjarlægja fyrst veiklulegustu og lélegustu trén og síðan ár eftir ár að fjarlægja fleiri tré, þangað til þau þróttmestu standa eftir .
Einir
Einir þolir nokkra klippingu, það er t.d. hægt að notfæra sér þegar þarf að fjarlægja skemmdar greinar. Venjulega er einir ekki klipptur mikið. Hver tegund einis hefur sitt sérstæða útlit og ætti í flestum tilfellum að fá að halda sínum náttúrulegu sérkennum. Ef áhugi er fyrir þá er t.d. hægt að mót íslenskan eini í litlar kúlur með klippingu, það getur t.d. verið viðeigandi á leiði í kirkjugarði.