Rifsberjarunnar
Til að hámarka berjauppskeru þarf að halda runnunum opnum og ungum. Gamlar greinar eru klipptar burt, að jafnaði skulu greinar ekki verða eldri en 4-6 ára. Dauðar, skaddaðar, krosslægar og veiklulegar greinar skulu fjarlægðar.
Runninn skal haldast opin þannig að birta komist inní hann. Rifs myndar mikið af nýjum greinum alveg neðan frá jörðu þeim ætti alltaf að fækka og velja hverjar fá að vaxa og mynda berjaberandi greinar næstu árin.
Gamlir og úrsérvaxnir runnar koma ekki með mikið af nýjum greinum frá jörðu. En strax og gamlar greinar eru fjarlægðar koma margar nýjar greinar. Til að missa ekki af allri berjauppskeru fyrsta árið við klippingu, getur verið ráðlagt að skipta klippingunni niður á 2-3 ár og fjarlægja gamlar greinar á hverju ári.
Mynd 1:
Dæmi um ógrisjað rifs.
Mynd 2:
Rifsið hefur verið grisjað, þar sem greinar liggja í kross og særa hverjar aðrar, önnur greinin er fjarlægð, dauðar greinar klipptar og fáar aðalgreinar skildar eftir, og greinum fækkað til að fá birtu inní runnann.