Limgerði
Markmiðið með limgerðum getur verið mismundandi, því er kannski ætlað að ramma garðinn inn, eða einhver ákveðin svæði inn hans, skipta garðinum í hluta, eða skýla fyrir vindi.
Það er hægt að tala um tvær megin gerðir limgerða, formlega klippt limgerði og limgerði sem vaxa frjálst.
Frjáls limgerði fá þá að halda sinni náttúrulegu lögun og eru þar með klippt mun minna, og þá aðallega með smágreinaklippum og stórgreinaklippum, eftir atvikum. Klipping á frjálst klipptu limgerði, getur verið að hreinsa dauðar greinar innan úr og stytta einstakar greinar til að minnka umfang. Þessi vinna er þá að mestu framkvæmd með handklippum, og lýtur sömu grunnreglum og skrautrunnar.
Hér er sjónum beint að klipptum limgerðum.
Í klippt limgerði næst bestur árangur með því að velja plöntutegundir sem hafa hægan vöxt, með stutt bil á milli bruma, sem hefur góðan eiginleika til nýrrar greinamyndunar. Annars ættu kröfurnar að vera þær að þær hafi langa ævi og auðvelt sé að forma þær til.
Þétta fallega óska limgerðið fæst ekki nema með góðum undirbúningi og góðrar umhirðu, og þar er klippingin einn mikilvægasti þátturinn.
Lögun limgerðis
Mynd 1 og 2:
Besta formið á limgerði er að hafa það breiðara að neðan, en ofan. Það hentar vel flestum tegundum sem notaðar eru í limgerði. Með þessari lögun er auðveldast að halda limgerðinu alveg þéttu að neðan og það þolir betur snjóþyngsli. Það er smekksatrið hvort limgerðið er bogadregið eða kantað að ofan.
Mynd 3:
Til að búa til gott limgerði þarf að byrja strax að klippa það frá fyrsta ári. Best er að byrja að klippa og forma hliðarnar og síðast taka ofan af. Limgerði sem vaxa mikið, eins og víðir, ætti að klippa þannig að það einungis hækki 30-40 cm á ári, aðrar tegundir eins og t.d. birki, glansmispill , alparifs, þarf einungis að klippa á hliðunum, og svo kannski jafna aðeins hæstu toppana.
Limgerði ætti ekki að hleypa meira út á hvorri hliðunum en ca. 5 -10 cm á meðan verið er að byggja það upp, þar til það er fullvaxið. Fullvaxið limgerði ætti að klippa alveg inn í þá formlínu sem því hefur verið gefið. Fullvaxið og formað limgerði ætti ekki að vera mikið meira en 80 cm breitt að neðan og 50-60 cm breitt að ofan.
Mynd 4:
Þetta er dæmi um lélega lögun limgerðis. Þetta limgerði verður bert og opið að neðan.
Árleg klipping limgerðis
Limgerði ætti að klippa að minnsta kosti einu sinni á ári, tvisvar er ennþá betra, eða jafnvel þrisvar, eftir kröfunum sem gerðar eru. Aðal klippingin er framkvæmd að vetrinum, önnur í júlí eða ágúst. Með einni klippingu verður limgerðið úfnara. Klippi maður tvisvar eða jafnvel þrisvar fæst fullkomnari lögun allt árið.