Krónutré/Lauftré 
Klipping orsakar sár sem þarf að gróa yfir eins og fljótt og mögulegt er, sléttur sáraflötur og skurður sem nær inn að greinakraga á næstu grein, eða trjástofni, án útistandandi greinabútar er alltaf besti skurðurinn, þá er börkurinn fljótastur að vaxa yfir sáraflötinn.
Strax á meðal tréð er ungt ætti að móta krónuna með þeim hætti að grisja greinar sem liggja þétt saman eða liggja í kross og nuddast saman.
Klippa skal burtu greinar sem vaxa í áttina inní trjákrónuna, og greinar sem hafa mjög þröngan greinavinkil við næstu grein eða stofngrein. Við seinni tíma klipping skal fyrst miða við að fjarlægja allar brotnar og dauðar greinar. Þar eftir ætti að fjarlægja óæskilegar greinar og greinar sem liggja þétt saman.
Það getur verið nauðsynlegt að grisja gamlar trjákrónur , og gera þær opnari fyrir sól og birtu. Þessa vinnu ætti að byrja efst í trjákrónunni, ef maður byrjar neðanfrá, er hætt við of mikilli grisjun þar, og framhaldið verði lokaðra fyrir birtu.
Þegar greinar eru sagaðar af ætti að skera við greinakragann það er inn við næstu grein, ekki skal skilja eftir greinastubb. Greinakraginn hefur meðal annars til að bera varnir gegn rotsveppum sem sækja í opin sár, auk þess sem sár við greinakraga er fljótari að gróa yfir með nýjum berki.
Þegar um er að ræða að fjarlægja stórar og þungar greinar er ráðlagt að gera það í þrem þrepum, eins og myndin sýnir.
- Fyrst er sagað ca. 10 cm uppí greinina neðan
frá, ca. 30-50 cm frá greinakraga. - Næst er greinin söguð alveg í sundur ofan við fyrsta skurðinn
- Að síðustu er búturinn sagaðar af við greinakraga.
Þetta er gert til að koma í veg fyrir að þung grein rífi upp stórt sár, þegar greininn fellur.